Drangey mótmælir úthlutun byggðakvóta - Landssamband smábátaeigenda

Drangey mótmælir úthlutun byggðakvóta
Í ályktun sem Drangey - smábátafélag Skagafjarðar hefur sent frá sér er m.a. bent á að niðurstaða úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016-2017 til Skagafjarðar jafngildi lokun 20 manna vinnustaðar.  Til Sauðárkróks eru engu úthlutað og til Hofsóss aðeins 19 þorskígildistonnum.


Í bréfi Drangeyjar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir m.a. 
„Niðurstaða þessi er reiðarslag fyrir þá smábátasjómenn sem gert hafa út frá Sauðárkróki og notið hags af byggðakvóta til að gera veiðar að heilsársstarfi og tryggja þannig afkomu sína og sinna fjölskyldna. Takmarkaður veiðitími strandveiða og grásleppu tryggja aðeins afkomu sjómanna hluta ársins og því hefur byggðakvóti verið gríðarlega mikilvæg búbót fyrir sjómenn og skagfirskt samfélag.“

.............

„Drangey tekur undir með bókun atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 10. nóvember sl. um að ekki sé hægt að sjá hvernig aukin veiði á rækju hefur með veiðar smábáta frá Sauðárkróki að gera eða afkomu fjölskyldna smábátasjómanna sem þaðan gera út.“


Í niðurlagi bréfs Drangeyjar er skorað á Gunnar Braga Sveinsson sjávarútvegsráðherra að endurskoða úthlutun ráðuneytisins og þær reglur sem hún byggir á.   


Sjá bréfið í heild

IMG_2177.jpg
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...