Sjómenn felldu samninginn - Landssamband smábátaeigenda

Sjómenn felldu samninginn
Niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu um samning kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.   Á kjörskrá voru 1.098 sjómenn og af þeim kusu 743 eða 67,7%.


Já sögðu 177 eða 23,82% af þeim sem kusu.

Nei sögðu 562 eða 75,64%

Auðir seðlar voru 4


Samkvæmt þessari niðurstöðu hefst verkfall kl 20:00 í kvöld - 14. desember.


Sama niðurstaða varð hjá sjómönnum í Sjómanna- og Vélstjórafélagi Grindavíkur þar sem 90% þeirra sem kusu sögðu nei og Sjómannafélags Íslands sem felldi samninginn með 86% greiddra atkvæða.
Það skal áréttað hér að verkfallið nær ekki til sjómanna sem starfa hjá smábátaeigendum sem eru félagsmenn í LS, skiptir þá engu máli hvort báturinn er styttri eða lengri en 12 metrar eða minni eða stærri en 15 brt.


Niðurstaða Láru V. Júlíusdóttur hrl. er skýr er það varðar:logo_LSx á vef.jpg 


 

efnisyfirlit síðunnar

...