Uppfæra þarf fiskifræðingana - Landssamband smábátaeigenda

Uppfæra þarf fiskifræðingana

Fréttin „Þorskurinn vannærður“ hér á heimasíðunni 13. desember sl. gaf einum félagsmanna LS tilefni til að senda tölvupóst til skrifstofu LS sem viðbögð hans við fréttinni.


Með leyfi viðkomandi er tölvupósturinn birtur hér nánast orðréttur:


„Virkilega áhugavert en líklega sorglegt!
 
Þetta kemur okkur sem stunduðum strandveiðar á svæði B ekki á óvart. Raunar nægir að vera spámaður til að geta séð þetta fyrir eftir reynslu síðustu tvö sumur. Gaman væri að vita hvað er mikið af þessu „ógr. fiskur“ og „annað“  í fæðugreiningunni á stöplaritinu sem er þorskur af ýmsum stærðum.
 
Ég talaði við lækni í gær sem var nýkominn af ráðstefnu í Bandaríkjunum. Sagði hann ótrúlegt hvað læknastéttin hefði þurft að skipta mikið um skoðun á síðustu tveimur áratugum eða svo. Ég nefndi þá veðurfræðingana, sem flestir voru á því um 1980 að ísöld væri að hefjast en 20 árum síðar var „global warming“ orðin alls ráðandi. 
Hins vegar væri ein grein, fiskifræðin, sem hefði ekki fengið neinar nýjar uppgötvanir síðan um miðjan sjötta áratug síðustu aldar!!  Sextíu ára einsemd og einstefna!!
 
Hvenær skyldi koma að því að menn fái ferskt loft í þá grein?“Myndin og texti er úr fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun:
Niðurstöður úr Stofnmælingu botnfiska að haustlagi 2016.


Screen Shot 2016-12-15 at 17.29.00.jpg
„Heildarvísitala þorsks lækkaði talsvert frá árunum 2014 og 2015
og er nú svipuð og árið 2013.  Hluta lækkunarinnar má rekja til 
lítils árgangs frá 2013 og að meðalþyngdir sumra árganga hafa
lækkað frá fyrra ári.  Líklegt er að lækkunin sé að mestu vegna
mæliskekkju líkt og var í vorralli milli áranna 2013 og 2014.“

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...