Vottunarverkefni ÁF stenst ströngustu alþjóðlegu kröfur - Landssamband smábátaeigenda

Vottunarverkefni ÁF stenst ströngustu alþjóðlegu kröfur
Í nóvember sl. lauk úttekt GSSI á vottunarverkefni Ábyrgra fiskveiða (ÁF).  Verkefnið stóðst allar kröfur GSSI og þar með viðurkenningu af þess hálfu.GSSI er alþjóðlegur samvinnuvettvangur verslunarkeðja, félagasamtaka, sérfræðinga og opinberra og alþjóðlegra stofnana, þ.m.t. Þróunarstofnunar Þýskalands.  Mælistika GSSI, sem er mjög metnaðarfull byggir á siðareglum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um ábyrgð í fiskimálum og leiðbeiningum FAO um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum fiskistofnum.  Megintilgangurinn er að auka gagnsæi og auðvelda samanburð hinna ýmsu vottana sem í gangi eru, en sá frumskógur er orðinn ansi þéttur og oft erfitt að átta sig á gæðum vottana og merkjum þeim tengdum.  

v-certifed-with-claim-rgb-72dpi (1).jpgFram kom í erindi sem framkvæmdastjóri GSSI flutti á fundi sem ÁF efndi til nú nýverið að neytendur gætu gengið útfrá því sem vísu að vörur úr vottuðum fiskistofnum, þar sem vottunarkerfið hefur hlotið viðurkenningu GSSI, komi úr stofnum sem nýttir eru á sjálfbæran hátt.  Fyrirtæki sem eru félagar í GSSI hafa skuldbundið sig til að viðurkenna öll þau vottunarverkefni sem standast GSSI úttekt þegar kemur að sölu sjávarafurða.

Viðurkenning á vottunarverkefni ÁF er því gríðarlega sterk og ætti að auka hróður íslenskra sjávarafurða enn frekar.
 

efnisyfirlit síðunnar

...