Auknar heimildir til umhverfisvænna veiða - Landssamband smábátaeigenda

Auknar heimildir til umhverfisvænna veiða

Jólablað Fiskifrétta er að vanda efnismikið, uppfullt af fróðlegum greinum og viðtölum.
Einn viðmælanda blaðsins er Rick Fehst skipstjóri frá Alaska.  Rick er hvað þekktastur sem krabbaskipstjóri í þáttunum Deadliest Catch.  Hann hefur 35 ára reynslu sem sjómaður og skipstjórnandi.
93632a061e89811d32265a1bfc5ce80c (1).jpg
Rick Fehst flutti erindi á alþjóðlegu ráðstefnunni Arctic Circle sem haldin var í Hörpu í október á sl. ári.  Þar kynnti hann sjónarmið fiskimanna frá Alaska varðandi áhrif loftslagsbreytinga á fiskistofna.


Í lok viðtalsins segir Rick:  

„Þorskveiðar í gildrur hafa reynst ábatasamar og umhverfisvænar.  Einn af kostunum við gildrur umfram önnur veiðarfæri, svo sem troll, er að meðafli er lítill og sá meðafli sem ratar í gildrurnar hefur mikla lífsmöguleika þegar honum er sleppt ólíkt meðafla við annan veiðiskap.

Kvótar í þorski hafa lítillega aukist og stjórnvöld hafa breytt úthlutuninni þannig að gildrubátar fá meira í sinn hlut en áður á kostnað trollbáta.  Þetta er fyrst og fremst vegna meðalfa.  Gildrubátum hefur þvi fjölgað og það er mikil fjárfesting í þessum bátum í Alaska um þessar mundir.“ 

sagði Rick Fester í viðtali við Fiskifréttir.


Hér er um einkar áhugaverða sýn á stjórnun fiskveiða.  Þátt sem löngu ætti að vera búið að innleiða í meira mæli við fiskveiðistjórnun hér á landi.  Línuivilnun er vísir af þessu, en það þarf að gera miklu betur. Tekin verði upp handfæraívilnun og línuívilnun nái til allra dagróðrabáta, hvorutveggju mundi auka trúverðugleika á stjórnun fiskveiða og þátt okkar í að styrkja fiskistofna og ganga vel um miðin. 
 
LS hefur í gegnum tíðina gagnrýnt að engin greinarmunur sé gerður á því í hvaða veiðarfæri fiskurinn er veiddur.  Opinber skoðun Hafrannsóknastofnunar er að ekki skipti máli hvernig fiskur er veiddur „dauður fiskur er dauður fiskur“.  

Í tilfelli Alaskamanna tekur úthlutun þorskveiðiheimilda mið af því hvaða veiðarfæri eru notuð. Sýnt þykir að meðafli sem nýtist ekki er meiri við trollveiðar en gildruveiðar.  
Þó LS hafi ekki orðið mikið ágengt í þessum efnum til þessa mun umræðan halda áfram og vonandi skila af sér tillögum um:

Ívilnun til umhverfisvænna veiða
Ívilnun til kyrrstæðra veiðarfæra
Ívilnun til veiða sem ekki hafa áhrif á botn og sjávargróður.


  

 

efnisyfirlit síðunnar

...