Grásleppuveiðar og meðafli - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppuveiðar og meðafli
Birt hefur verið frétt á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins um reglugerð um hrognkelsaveiðar 2017.  Þar kemur fram að upphafs- og lokatíma veiða hafi verið breytt í sama horf og var 2015. 

Síðan segir í fréttinni:
„Í byrjun árs 2016 kom Hafrannsóknastofnun fram með ráðgjöf til ráðuneytisins um að svo virtist sem skipti máli til að draga úr meðafla að veiðin hæfist seinna.“

Hér virðast vera á ferðinni nýjar upplýsingar um ástæður breytinga á upphafstíma sem gerðar voru fyrir vertíðina 2016.  Að það hafi verið gert á grundvelli ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar sem ráðuneytið hafi fengið í byrjun árs 2016.  Samkvæmt svarbréfi Hafrannsóknastofnunar dagsett 14. mars 2016, þar sem ráðuneytinu var svarað samdægurs, voru það einu upplýsingarnar sem LS hafði fyrir ástæðu breytinga.  Vegna þessara nýju upplýsinga mun LS óska eftir upplýsingum um þá ráðgjöf sem þarna er vitnað til.

Grásleppa.png

Eins og félagsmenn rekur minni til brást LS mjög hart við ákvörðun um breyttan veiðitíma, en tilkynning þess efnis var gefin aðeins fimm dögum áður en vertíð átti að hefjast.  Í stað 20. mars skyldi veiðin hefjast 1. apríl.  LS mótmælti þessari ákvörðun harðlega, sem fylgt var eftir með fundarhöldum, áskorunum og ályktunum. Það leiddi til þess að ráðherra sá sig knúinn til að draga ákvörðunina til baka.  
Upphafstími veiðanna 2016 varð 26. mars.


Það eru góð tíðindi að ákvörðun um byrjunartíma hafi verið tekin. Grásleppusjómenn fagna því enda um margt annað að hugsa um þessa dagana.  

- Hver endanleg tillaga  
        Hafrannsóknastofnunar verður um fjölda veiðidaga 

- sjómenn hafa ekki enn heyrt frá kaupendum hvað þeir ætla að greiða fyrir grásleppuna á      
        komandi vertíð  

Það er því nóg að ræða um núna samhliða því að ljúka undirbúningi fyrir vertíðina.    

efnisyfirlit síðunnar

...