Grásleppuveiði minnkar um 19% - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppuveiði minnkar um 19%
Á árlegum upplýsingafundi - LUROMA - um grásleppumál sem haldinn var í London í gær 3. febrúar kom m.a. fram að grásleppuvertíðin 2016 skilaði 19% minni afla en vertíðin þar á undan.  Mestu munaði um 30% samdrátt í veiðum Grænlendinga.  Þar vantaði 2.400 tunnur upp á það magn sem kom af vertíðinni 2015.   


Heimsveiðin í fyrra skilaði alls um 18 þús. tunnum sem er rúmum fjögurþúsund tunnum færra en 2015.  Hér á landi varð einnig samdráttur í veiðum milli ára.  Alls var saltað í rúmar 10.300 tunnur sem var 15% minnkun.


Hlutdeild þjóðanna í veiðunum 2016 má sjá á skífuritinu hér að neðan.


Screen Shot 2017-02-04 at 13.58.47.jpg
    

 

efnisyfirlit síðunnar

...