Upphafsdagur grásleppuvertíðar 20. mars - Landssamband smábátaeigenda

Upphafsdagur grásleppuvertíðar 20. mars
Birt hefur verið reglugerð um hrognkelsaveiðar 2017.  Helsta breytingin frá í fyrra er að upphafsdagar veiðanna færast aftur til fyrra horfs.   Verða þeir sömu og á vertíðinni 2015.


Heimilt verður að hefja veiðar 20. mars á eftirtöldum svæðum:

D - sem nær frá Horni að Skagatá.
E - nær frá Skagatá að Fonti á Langanesi
F - þekur hafsvæðið frá Fonti suður að Hvítingum
G - Suðurland, frá Hvítingum að Garðskagavita

Veiðitímabilið nær frá 20. mars til og með 2. júní
16194903_1215556698531262_7452736848909600363_n.jpg

Þann 1. apríl verður heimilt að hefja veiðar á svæðum:

A - Faxaflóa, frá Garðskagavita að Dritvíkurtanga
B - Breiðafjörður utan línu sem dregin er úr Krosssnesvita  í Lambanes.  Svæðið markast að Dritvíkurtanga í suðri og Bjargtöngum í norðri. 
C - Vestfirðir, Bjargtangar að Horni 

Veiðitímabilið nær frá 1. apríl til og með 14. júní


20. maí verður heimilt að hefja grásleppuveiðar í innanverðum Breiðafirði.  Veiðitímabilinu lýkur þar 2. ágúst.


Eins og undangengin ár verður endanlegur fjöldi daga ekki ákveðinn fyrr en niðurstöður liggja fyrir úr vorralli Hafrannsóknastofnunar þann 1. apríl.   Þar til gildir ákvörðun um 20 daga sem  leyfilegt er að stunda grásleppuveiðar.

 

efnisyfirlit síðunnar

...