Grásleppuleyfi í gildi - bilun í Ugga - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppuleyfi í gildi - bilun í Ugga
Grásleppuvertíðin hefst nk. mánudag 20. mars.   Kl. 08:00 að morgni verður heimilt að leggja netin á fjórum veiðisvæðum:  D, E, F og G þ.e. frá Horni austur eftir Norðulandi, á Austurlandi og suður og vestur að Garðskaga.


Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að til að veiðileyfi verði gilt á fyrsta degi vertíðarinnar þann 20. mars, verður greiðsla fyrir veiðileyfi að hafa farið fram fyrir kl 21:00 á morgun föstudaginn 17. mars.Áríðandi tilkynning frá Fiskistofu

Bilun í Ugga  -  Þeir sem sóttu um grásleppuveiðileyfi eftir kl. 13:00 í gær (15. mars) til kl. 9:00 í morgun (16. mars) þurfa að sækja um veiðileyfi að nýju vegna bilunar í UGGA.16252088_1215556698531262_7452736848909600363_o.jpg


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...