Hrollaugur styður frumvarp um strandveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Hrollaugur styður frumvarp um strandveiðar
Hrollaugur - félag smábátaeigenda á Hornafirði - sendi nýverið frá sér yfirlýsingu um frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða - strandveiðar. 


Yfirlýsing frá Hrollaugi:

„Hrollaugur á Hornafirði lýsir fullum stuðningi við frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, með síðari breytingum.  Hrollaugur hvetur alþingismenn að samþykkja frumvarpið eins fljótt og auðið er.“Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Gunnar I. Guðmundsson Pírötum, en ásamt honum flytja það samflokksmenn hans Smári MacCarthy, Einar Brynjólfsson og Björn Leví Gunnarsson.


Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.
„Markmið þessa frumvarps er að bæta aðstæður til strandveiða bæði með því að taka tillit til efnahagslegra sjónarmiða og öryggissjónarmiða. Strandveiðar hafa sannað gildi sitt til að styðja við smærri byggðir, skapa nýliðun innan sjávarútvegsins og stuðla að fjölbreyttari nýtingu sjávarauðlinda. Með frumvarpi þessu er lagt til rýmra tímabil en áður fyrir strandveiðibáta í því skyni að draga úr áhættunni sem fylgir því að veiðar séu stundaðar í illviðri.“ Strandveiðisjómenn í Hrollaugi 1 (1).jpg 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...