Klettur mótmælir upplýsingaleynd - Landssamband smábátaeigenda

Klettur mótmælir upplýsingaleynd
Smábátafélagið Klettur (Ólafsfjörður - Tjörnes) hefur brugðist hart við ákvörðun stjórnar Reiknistofu fiskmarkaða að loka á aðgang sem sýnir hverjir séu kaupendur aflans af hverjum og einum báti.


„Stjórn Smábátafélagsins Kletts mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnar RSF að hætta að birta hverjir eru kaupendur fisks á uppboðsmarkaði RSF.
Komið er í veg fyrir það sem frjáls markaður stendur fyrir, opið og gegnsætt söluferli.  Það hlýtur að teljast algjört lágmark að seljandi fái upplýsingar um það hver kaupir af honum aflann.  Eðlilegt er að menn fari þá fram á það að nöfn seljenda séu ekki gefin upp á meðan nöfn kaupenda eru ekki gefin upp.“

Undir samþykktina ritar Þórður Birgisson formaður.Í umræðum um málefnið er bent á að ákörðunin leiði til þess að seljendur geti ekki lengur fylgt eftir sínum fiski og fylgst þannig með gæðum hans með því að hafa samband við kaupendur og fá skoðanir þeirra á því sem þeir geti gert betur.LS mun fylgja þessu máli eftir og hafa þar samstarf við Neytendasamtökin sem hafa látið sig málið varða.  Sjá frétt.
 

efnisyfirlit síðunnar

...