Samkomulag milli LS og Varðar - Landssamband smábátaeigenda

Samkomulag milli LS og Varðar

Landssamband smábátaeigenda og Vörður tryggingar undirrituðu nýverið samkomulag um sérstök kjör á tryggingum til félagsmanna í LS.

vordur_logo_1a.jpg


Hér er um endurnýjun á fyrri samningi sem orðinn var barn síns tíma.
Nýi samningurinn tryggir smábátaeigendum góð kjör á öllum sínum tryggingum.  Ná þær jafnt til útgerðarinnar og þess sem viðkomandi félagsmaður kýs að tryggja.Félagsmönnum býðst að greiða iðgjöld tengd útgerðinni í gegnum greiðslumiðlun LS eins og góð reynsla hefur verið á undanfarna áratugi.


Til að njóta þessara góðu kjara sem samningurinn býður uppá þarf að fylla út eyðublað og fá sent tilboð. 


IMG_3598.jpgMyndin er tekin þegar formaður LS Axel Helgason og Valtýr Guðmundsson framkvæmdastjóri Varðar undirrituðu samkomlagið.   Að baki þeim standa Sigmundur Einar Másson og Örn Pálsson


Mynd af logo LS.png
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...