Gildi lífeyrissjóður - raunávöxtun neikvæð - Landssamband smábátaeigenda

Gildi lífeyrissjóður - raunávöxtun neikvæð
Gildi lífeyrissjóður hefur birt helstu tölur úr rekstri sjóðsins 2016.  Árangur af ávöxtun á eignum sjóðsins vekur vonbrigði, en hún var neikvæð um 0,9%.  Það er töluvert langt frá 3,5% sem lög og reglugerðir segja til um hvert raunávöxtunarmarkmið lífeyrisjóða eigi að vera.  


Gildi 2016.jpg

Í frétt á heimasíðu sjóðsins segir:  

„Mikil styrking íslensku krónunnar gagnvart helstu myntum hafði neikvæð áhrif á afkomu sjóðsins á árinu en hlutfall eigna í erlendri mynt nam 27,1% í árslok.“Af fréttum af dæma er ekki óeðlilegt að velta fyrir sér að ein helsta ástæða þess að afnema gjaldeyrishöft var að hleypa fjármagni lífeyrissjóðanna úr landi.  Einnig er eðlilegt að spyrja hvers vegna lá svo á að fullnýta heimild upp á 11,7 milljarða á síðasta ári svo fljótt sem verða mátti.  


Gildi lífeyrissjóður hefur boðað til ársfundar þann 27. apríl næst komandi.

 

efnisyfirlit síðunnar

...