Snæfell - breytingar auka öryggi - Landssamband smábátaeigenda

Snæfell - breytingar auka öryggi

Stjórn Snæfells, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi lýsir yfir ánægju og stuðningi við frumvarp til breytinga og úrbóta á strandveiðikerfinu og hvetur ráðherra sjávarútvegsmála og alþingismenn allra flokka til að styðja breytingar sem þar koma fram, sem stuðla að meira öryggi við veiðarnar.  Nú sé lag að framkvæma breytingar.  

Stjórn Snæfells vill minna  á mikilvægi strandveiða fyrir allt landið og að kröfur strandveiðimanna séu sanngjarnar og breytingar tímabærar.
 
Arnarstapi.jpg
  • Frá Arnarstapa 5. maí 2016

 
Stjórn Snæfells ítrekar ennfremur kröfur Landssambands smábátaeigenda;
  „Strandveiðar til framtíðar“, þ.e. 

    • 4 mánuðir, 
    • 4 daga í viku, 
    • 4 rúllur á bát, 
    • 650 þíg. kg í róðri.
 

Snæfellsnesi, 6. apríl 2017

F.h.  stjórnar Snæfells,
Guðlaugur Gunnarsson formaður

 

efnisyfirlit síðunnar

...