Strandveiðar fara vel af stað - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar fara vel af stað
Fyrsta vika strandveiða 2017 að baki.  Samkvæmt nýjustu uppfærslu löndunartalna eru 319 bátar byrjaðir veiðar og er afli þeirra 433 tonn.  Aflann hafa þeir sótt í 651 sjóferð og er meðaltalið þannig 665 kg.

Að venju eru flestir strandveiðibátanna á svæði A 161 talsins, sem er þremur fleiri en samanlagður fjöldi á öðrum svæðum.


Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með fréttum fjölmiðla um strandveiðar.  Jákvæðni og gleði ríkir með að þær séu hafnar.   Þeir sem stunda veiðarnar eru allir sjómenn í húð og hár, komnir úr nánast öllum stéttum þjóðfélagsins.  Styrkur strandveiða felst ekki síst í þessari staðreynd, þar sem gríðarlega stór hópur varpar jákvæðri ímynd á okkar höfuðatvinnuveg - sjávarútveginn.   

Frétt á Stöð 2 í gærkveldi vakti góða athygli.  Fyrirsögn hennar:Þá tók Theodór Ólafsson á Döddu HF-43 sig afar vel út á forsíðu Fréttablaðsins í dag. 

L01040517 Strandveið 16.jpg
„Fjölmargir sjómenn héldu til strandveiða í fyrsta sinn á árinu í gær, enda veðrið mun betra en undanfrana daga.  Þar á meðal þessi hér, Theodór Ólafsson á Döddu HF-43.  „Það var fallegur fiskur og gott veður.  Reyndar aðeins kaldi í morgun en svo var þetta dásamlegt.  Gott veður og gaman að standa í þessu,“ sagði Theodór í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN“


Eins og undanfarin ár mun LS upplýsa um stöðu veiðanna.  


Screen Shot 2017-05-05 at 10.39.32.png


Brýnt að auka veiðiheimildir 

LS berst eins og endranær fyrir auknum aflaheimildum til strandveiða.  Óbreyttar reglur gildi en ekki komi til stöðvunar veiða eftir örfáa daga hvers mánaðar.  

Atvinnuveganefnd hefur til meðferðar tvö frumvörp sem bæði ganga út á að efla veiðarnar.  Þá hefur sjávarútvegsráðherra bætt við heimildirnar um 200 tonn, en þar ætti að gera betur enda ljóst að rýmkun á ákvæði um tilfærslu veiðiheimilda milli ára er ávísun á minni þorskafla en gert var ráð fyrir.  Þannig hefur myndast ákveðið svigrúm fyrir ráðherra að auka aflaviðmiðun til strandveiða og annarra dagróðraveiða sem flestir eru háðir leigukvóta og nutu því ekki verðlækkunar sem glitti í áur en tilfærsluprósenta milli ára var hækkuð úr 15 í 30%. 


  


 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...