Month: June 2017
-
Fiskverðið hreinasta hörmung, en fer hækkandi
Að undanförnu hefur LS fengið fjölmörg símtöl þar sem menn lýsa hneikslun sinni yfir lágu fiskverði. Fiskur af úrvalsgæðum nái ekki þeim verðum sem eðlilegt sé og verð milli einstaka markaða endurspegli ekki flutningskostnað. Vegna skerts upplýsingaflæðis frá Reiknistofu fiskmarkaða er ekki lengur hægt að skoða verð á einstaka mörkuðum nema í tæpan sólarhring eftir…
-
Byggðakvóti verði nýttur af dagróðrabátum
Nýverið átti LS fund með ráðherraskipuðum starfshópi sem fékk það verkefni að skoða löggjöf og framkvæmd byggðakvótans. Á fundinum voru fjölmargt sem LS ræddi við nefndina. Meðal þess var: Verðlagning afla Samningar – staða seljenda Greiðslutryggingar Fækkun vinnsluaðila Krafa um aukna sérhæfingu LS lagði áherslu á að: heimildir til byggðakvóta yrðu skilyrtar til sveitarfélaga…
-
Hitamælar í hvern bát
MATÍS og LS hafa verið í samstarfi undanfarin ár um að auka gæði afla smábáta. LS lagði til í ár að hitamælar yrðu sendir öllum smábátaeigendum í útgerð og MATÍS hannaði bækling um aflameðferð sem fylgdi með í sendingu sem allir ættu nú að vera búnir að fá í hendur. Tilgangurinn er að gera sjómenn…
-
Greinargerð LS um heildarafla
LS hefur sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur ítarefni með tillögum félagsins um heildarafla á næsta fiskveiðiári. Þar er fjallað um hverja tegund fyrir sig og ýmsu bætt við áðurbirta tillögu. Ýsa – nýliðun miklu betri en upphaflega var haldið „Á eftir góðum árgangi árið 2007 fylgdu 6 slakir. Niðurstöður af mælingum í ralli 2012 á heildarfjölda 2…
-
Þorskafli fari í 311.600 tonn
Fyrr í dag funduðu formaður og framkvæmdastjóri LS með sjávarútvegsráðherra. Tilefnið var að kynna fyrir ráðherra tillögur félagsins um heildarafla á næsta fiskveiðiári. LS skilaði umsögn um alls 9 tegundir. Eins og vænta mátti var mest rætt um tillögur LS í þorski. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar til ráðherra jafngildir aukningu um 5,6% – 13.752 tonn, heildarafli verði…
-
Stöðvun strandveiða á svæði A
Fiskistofa hefur tilkynnt að strandveiðar verði óheimilar á svæði A frá og með 21. júní til mánaðamóta. Veiðidagar í maí á svæðinu verða því alls 10, sem er þremur dögum fleira en í júní í fyrra. Að loknum veiðum í síðustu viku var staðan þessi: Auglýsing um stöðvun veiða. Á þeim átta veiðidögum sem…
-
Góðar fréttir af þorskinum
Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag veiðiráðgjöf fyrir næsta ár. Samkvæmt aflareglu stjórnvalda verður óhætt að veiða um 14 þúsund tonnum meira af þorski á næsta fiskveiðiári en í ár. Þvert á spá stofnunarinnar á síðasta ári fer veiðistofn nú stækkandi. Hann er 1.356 tonn eða 14% stærri en spáð var. Helsta ástæða þess að spáin…
-
Brimfaxi – félagsblað LS
Félagsblað Landssambands smábátaeigenda BRIMFAXI er kominn út. Blaðið var sent í pósti til félagsmanna í sl. viku. Brimfaxi var fyrst gefinn út í desember 1986 og hefur komið út nánast óslitið síðan. Tvö tölublöð á ári, fyrir sjómannadag og um jól. Ritstjóri Brimfaxa er Arthur Bogason fv. formaður LS Meðal efnis í Brimfaxa…
-
Til hamingju með daginn
Landssamband smábátaeigenda óskar félagsmönnum, sjófarendum og landsmönnum öllum til hamingju með sjómannadaginn. Gleðilega hátíð.
-
Subbuskapur
Úthlutun makrílveiðiheimilda og verslun með þær Subbuskapur Er yfirskrift greinar eftir Axel Helgason sem birtist í Fiskifréttum í dag 8. júní Í apríl síðastliðnum gaf sjávarútvegsráðherra út reglugerð um úthlutun aflaheimilda í makríl. Reglugerðin er sú sama og Sigurður Ingi Jóhannsson setti árið 2015 þegar hann var gerður afturreka með lög um kvótasetningu makríls með…
