Þorskafli fari í 311.600 tonn - Landssamband smábátaeigenda

Þorskafli fari í 311.600 tonn

Fyrr í dag funduðu formaður og framkvæmdastjóri LS með sjávarútvegsráðherra. Tilefnið var að kynna fyrir ráðherra tillögur félagsins um heildarafla á næsta fiskveiðiári.  LS skilaði umsögn um alls 9 tegundir. 


Screen Shot 2017-06-21 at 21.42.09.png
Eins og vænta mátti var mest rætt um tillögur LS í þorski.  Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar til ráðherra jafngildir aukningu um 5,6% - 13.752 tonn, heildarafli verði 257.752 tonn.  Tillögur Landssambands smábátaeigenda eru afar róttækar að þessu sinni.  Í ljósi þess að saman fer sögulegt hámark í stærð hrygningar- og veiðistofns ásamt gríðarlega góðri nýliðun leggur LS til að kvótinn verði aukinn um 20,8% umfram tillögur Hafró, hann verði 311.600 tonn.  Aukningin er 67.600 tonn frá veiðiheimildum á yfirstandandi ári.


Aflaregla verði túlkuð vítt

Í máli LS á fundinum í morgun kom m.a. fram að félagið telji ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar allt of varfærna.  Þegar saman fer að veiðistofn, hrygningarstofn og nýliðun eru í sögulegu hámarki á skilyrðislaust að túlka aflareglu vítt og nýta allar smugur til útgáfu á auknum heildarafla.


Veiðistofn vanmetinn í fyrra

Ráðgjöf LS í þorski byggir á að uppreikna aflamark yfirstandandi fiskveiðárs útfrá nýjustu mælingu á stærð veiðistofns.  Í stað 1.243 Þt, er byggt á 1.330 Þt sem gefur 8.700 tonna hærra aflamark.  Útfrá því aflamarki er ráðgjöf næsta fiskveiðiárs reiknuð samkvæmt 1.356 Þt veiðistofni. Niðurstaða þess eru 261.850 tonn.  Að viðbættum 8.700 tonnum verður aflamark 270.050 tonn.


Vanveiði verði bætt við

Síðast liðin 6 ár [2011 - 2016] hefur afli verið lægri en 20% af veiðistofni.  Uppsafnaður mismunur er 82.100 tonn.
LS leggur til að helmingur hans verði nýttur á fiskveiðiárinu 2017/2018.  


Milljarðar í húfi

LS leggur gríðarlega áherslu á að ráðherra verði við tillögunni.  Útflutningsverðmæti mundu aukast um tugi milljarða og undirbúa markað fyrir íslenskan þorsk fyrir væntanlega aukningu komandi ára.


Sjá tillögur LS í heild:     ÞKG heildarafli 21-6-2017.pdf


Screen Shot 2017-06-21 at 21.37.38.png

 

efnisyfirlit síðunnar

...