„Hvaða rugl er þetta?“ - Landssamband smábátaeigenda

„Hvaða rugl er þetta?“
Var það sem fór í gegnum huga Eðvalds Smára Ragnarssonar á Djúpavogi þegar hann var á leiðinni niður á bryggju kl þrjú að nóttu til að fara í strandveiðiróður á bát sínum Orra SU.  Já hvaða rugl er þetta að þvæla sér út á sjó um hánóttu til að ná að selja á markaðinum úrvals þorsk.  Blóðgaður, lagður í ískrapa og hitamældur.  Ruglið felst í afrakstri róðursins, fékk 146 krónur fyrir hvert kíló.  Þennan dag í fyrra var verðið 270 krónur, sagði Eðvald Smári.

067.jpg

Aðspurður sagðist Eðvald vera sár og svekktur yfir verðinu.  Það væri ábyrgðarhluti að selja þorsk á erlendan markað á svo lágu verði, að ekki sé hægt að greiða meira til sjómannsins en 146 krónur.  
Það er ekki einkamál fiskkaupenda ef þeir væru að miðla þjóðargullinu inn á dýrustu markaði heims með þessum hætti.   Allir sem kæmu að ferlinu ættu rétt á að fá sanngjarna greiðslu fyrir sína vinnu.


Það eru gríðarleg vonbrigði hversu fiskverð er lágt um þessar mundir.  Meðalverð á mörkuðum fyrir óslægðan þorsk tímabilið maí - júní var aðeins 203 krónur, sem er 64 krónum lægra en það var í sömu mánuðum í fyrra.  Öll plön um þokkalega afkomu af veiðunum hafa því fokið út í veður og vind.  Hver þróunin verður á seinni helmingi strandveiðitímabilsins skal ósagt látið. 

 
905.jpg


 

Orri SU á leiði í land


Fyrsti dagur strandveiða í júlí lofar hins vegar ekki góðu.  240 tonn seld, sem 47 kaupendur fengu á gjafverði, greiddu að meðaltali 150 kr/kg.   
Taflan sýnir niðurstöðu uppboðsins.


 

 

 

 

 

 

Selt í uppboðssölu á fiskmörkuðum.

 

 

3. júlí 2017

 

 

Þorskur - óslægður - handfæri

 

 

 

 

 

 

 

Stærð

Magn

Verð

 

 

 Mþ Bl.stór 3,5-5

69.729 Kg

140 Kr/kg

 

 

 Mþ Bl.góður 2,7-3,5

53.241 Kg

119 Kr/kg

 

 

 5+

21.990 Kg

187 Kr/kg

 

 

 Vélflokkað 4,0 - 8,0 kg

19.432 Kg

191 Kr/kg

 

 

 Vélflokkað 2,0-4,0 kg

18.907 Kg

145 Kr/kg

 

 

 8+

12.812 Kg

213 Kr/kg

 

 

 Stór >5kg

9.376 Kg

172 Kr/kg

 

 

 Mþ Blandaður 2,0-2,7

8.539 Kg

107 Kr/kg

 

 

 Vélflokkað 0-2,0 kg

7.471 Kg

117 Kr/kg

 

 

 Vélflokkað 8+ kg

6.733 Kg

225 Kr/kg

 

 

 Mþ Bl.smár 1,7-2,0

3.366 Kg

89 Kr/kg

 

 

 7+

2.791 Kg

196 Kr/kg

 

 

 Mþ Smár 1,3-1,7

2.634 Kg

119 Kr/kg

 

 

 Vélflokkað 2,7-4,0 kg

1.650 Kg

145 Kr/kg

 

 

 6+

804 Kg

186 Kr/kg

 

 

 Vélflokkað 2,0-2,7 kg

760 Kg

135 Kr/kg

 

 

 Vélflokkað 1,2-2,0 kg

108 Kg

111 Kr/kg

 

 

 Vélflokkað 0-1,2 kg

26 Kg

86 Kr/kg

 

 

Samtals og Meðaltal:

240.369 Kg

150 Kr/kg

 

 

 

 

 

 

 
 
 
Þegar kaupendur eru spurðir hvað veldur þessu lága verði er samstundis svarað - krónan er að drepa okkur, allt of sterk.    
Samkvæmt athugun sem LS gerði er það varla nema hálf skýringin.  Þegar tekið er mið af kaupgengi gjaldmiðla í helstu viðskiptalöndum okkar, evru, sterlingspundi og Bandaríkjadollar, er það vissulega lægra en í fyrra.  Munurinn er hins vegar langt frá því að vera í takt við lækkun fiskverðsins.

 

4. júlí 2016

3. júlí 2017

Fiskverð

280 kr/kg

150 kr/kg

$ USD

122,35

102,07

£ GBP

162,58

132,33

€ EUR

136,14

116,05

Screen Shot 2017-07-05 at 15.47.03.png

 

efnisyfirlit síðunnar

...