Reglugerð um viðbótarúthlutun í makríl - Landssamband smábátaeigenda

Reglugerð um viðbótarúthlutun í makríl

Reglugerð um ráðstöfun 2.000 tonna viðbótaraflaheimilda í makríl á árinu 2017 hefur verið birt í Stjórnartíðindum og öðlast þegar gildi. 


Samkvæmt ákvæði reglugerðarinnar eiga bátar styttri en 15 metrar að mestu lengd og minni en 30 brúttótonn sem ekki hafa fengið úthlutað makrílkvóta sem byggður er á veiðireynslu rétt á úthlutun.  Ákvæðið nær einnig til báta sem fengið hafa úthlutað minna en 27 tonn.  

Hámarksúthlutun hverju sinni er 35 tonn.  Þegar viðkomandi hefur veitt 80% á hann rétt á öðrum skammti.

Viðbótaraflaheimildir eru óframseljanlegar.Makrílbátar sem fengið hafa úthlutun 27 tonn eða meira sbr. reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2017 geta fengið viðbótarúthlutun þegar þeir hafa veitt 80% af heimildum sínum.


Samkvæmt reglum Fiskistofu þurfa umsóknir að hafa borist fyrir lok föstudags hverrar viku. Umsóknir eru afgreiddar fyrsta virka dag þar á eftir.  Uppfylli viðkomandi þá öll skilyrði, þ.m.t. 80% veiðiskyldu, er krafa send í heimabanka.  Þegar Fiskistofa hefur fengið staðfestingu á greiðslu er heimildum úthlutað til viðkomandi.  Greiði viðkomandi ekki fyrir lok annars dags eftir að krafan hefur verið send í heimabanka fellur umsókn þá vikuna úr gildi.


Athugið sérstaklega að allir sem stunda makrílveiðar þurfa til þess leyfi Fiskistofu.      


Fyrir báta sem fengið hafa úthlutun byggða á veiðireynslu þarf að sækja um veiðileyfi í UGGA upplýsingargátt Fiskistofu.


Fyrir báta sem eingöngu fá viðbótarúthlutun þarf að fylla útIMG_5603_2.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...