Ríkið aflahæst á strandveiðum - Landssamband smábátaeigenda

Ríkið aflahæst á strandveiðum
Fiskistofa hefur birt upplýsingar um umframafla strandveiðibáta í maí og júní.  Alls nam umframafli til strandveiða í þessum tveimur mánuðum 74,4 tonnum;  27,2 í maí og 47,2 tonn í júní.  
Fjöldi báta í maí sem fóru umfram leyfilegan afla 650 þorskígildi var 288 og í júní 338.  Umframaflinn var allt frá 1 kílói upp í 642 kíló, en sá aðili skar sig nokkuð úr.


Andvirði aflans innheimtir Fiskistofa hjá þeim útgerðum sem í hlut eiga og greiðir í ríkissjóð.  Auk þessa dregst umframaflinn frá leyfilegum heildarafla og minnkar þannig hlut hvers og eins.  Það er því hagur allra strandveiðimanna að veiða ekki umfram heimildir.  


LS hvetur þá sem veitt hafa fram yfir að taka sig á og halda sig innan takmarka.


Hér má sjá nöfn þeirra 10 báta sem farið hafa mest fram úr heimildum í maí og júní.


 

efnisyfirlit síðunnar

...