Örvar Marteinsson formaður Snæfells - Landssamband smábátaeigenda

Örvar Marteinsson formaður Snæfells

Á aðalfundi Snæfells sem haldinn var í Grundarfirði í gær var Örvar Már Marteinsson frá Ólafsvík kosinn formaður félagsins.  Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. 
orvar_m (1).jpg


Örvari er hér með óskað til hamingju með kjörið og allra heilla í vandasömu starfi sem bíður hans við stjórnun stærsta svæðisfélags LS.


Guðlaugi er þakkað fyrir hans góða starf í þágu smábátaeigenda. Auk Örvars skipa stjórn Snæfells eftirtaldir:

Ásmundur Guðmundsson Stykkishólmi
Bergvin Sævar Guðmundsson Grundarfirði
Klemens Sigurðsson Arnarstapa
Runólfur Kristjánsson Grundarfirði


Á fundinum voru samþykktar fjölmargar ályktanir sem beint er til aðalfundar LS sem haldinn verður 19. og 20. október.

Meðal þeirra var afar róttæk tillaga um að krókaaflamarksbátar fái heimild til netaveiða á bolfiski.

Nánari fregnir af fundinum síðar í dag.
 

efnisyfirlit síðunnar

...