Sætaskipti á toppnum - Landssamband smábátaeigenda

Sætaskipti á toppnum
Brynja SH er komin á kunnuglegar slóðir á makrílnum.  Þegar staðan var tekin 8. september settu aflabrögð bátsins hann í fyrsta sæti færabáta á makríl.   Aflinn alls 267 tonn sem er 3 tonnum meira en næsti bátur Fjólan GK sem hefur verið aflahæst til þessa.

Tveir aðrir bátar eru komnir með yfir 200 tonn, Andey GK og Ísak AK.Alls hafa 53 færabátar landað makríl á vertíðinni alls 4.433 tonn.
Heildarafli á makríl er kominn í 106.082 tonn en á sama tíma í fyrra var búið að veiða 130.456 tonn. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...