Aðalfundur LS tekst á við erfið mál - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur LS tekst á við erfið mál
Aðalfundur LS stendur yfir.  Hann var settur kl 13 í dag með ávarpi formanns LS 
Axels Helgasonar.  

wSjavarutegur_280916_JSX6351 (2).jpg

Fundurinn vinnur nú í nefndum þar sem fjallað er um tillögur frá svæðisfélögum LS.  Fyrirfram var ljóst að tillaga um að heimila netaveiðar krókaaflamarksbáta yrði mikið hitamál. Mjög skiptar skoðanir eru um málið, rök bæði með og á móti.


Allsherjarnefnd aðalfundarins afgreiddi rétt í þessu tillöguna. Samþykkt var að vísa henni til sameiginlegs fundar á morgun.  


Í máli fundarmanna kom m.a. fram að tillögunni væri ætlað að bæta hag félagsmanna, að þeir gætu gert út með hagkvæmari hætti.  Hver og einn ætti að geta ráðið því hvort það borgi sig að veiða fiskinn í net eða króka.
Andstætt sjónarmið var að netaveiðar væri ávísun á minni verðmæti á hvert kíló og gæfi neikvæða mynd að veiðum smábáta í krókaaflamarki.


Fjölmenni var við setningu fundarins

IMG_6921.JPG


 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...