Humarveiðar í gildrur - Landssamband smábátaeigenda

Humarveiðar í gildrurAðalfundur Sæljóns var haldinn á Akranesi 21. september sl.  Afargóð mæting var á fundinn og mikill hugur í fundarmönnum.  Fundurinn tókst á við fjölmargar tillögur sem lá fyrir fundinum og samþykkti flestar þeirra sem ályktanir til 33. aðalfundar LS sem haldinn verður 19. og 20. október nk.

   
IMG_6675.jpg
Meðal þeirra var:

Humarveiðar í gildrur samhliða þróun á veiðum, vinnslu og markaðsetningu grjótkrabba.

Aðalfundur Sæljóns, haldinn á Akranesi 21. september 2017, vill kanna möguleika þess að heimila humarveiðar í gildrur í Faxaflóa samhliða veiðileyfi á grjótkrabba.

Einnig skorar fundurinn á stjórnvöld að huga alvarlega að skaðsemi trollveiða á humri á lífríki sjávar. 
Út frá rannsóknum á skaðsemi trollveiða liggur það í augum uppi að ekki verði hægt að bjóða náttúrunni upp á slíkar aðfarir til lengdar. 

Humarveiðar í gildrur lágmarkar áhrif á lífríki hafsins og eykur nýtingu auðlindarinnar til muna. 

Greinargerð

Grjótkrabbi er ný nytjategund innan veiðilögsögu Íslands og finnst hann nú í miklu magni í Faxaflóa. Ljóst er þó að löng og kostnaðarsöm þróunarvinna er framundan í veiðum, vinnslu og markaðssetningu á grjótkrabba áður en nýting á honum verði arðbær. 

Ómögulegt er fyrir smábátaeigendur að standa straum af kostnaði við slíka þróunarvinnu.
Með því að heimila humarveiðar í gildrur upp að vissu marki samhliða veiðum á grjótkrabba væri hægt að dekka hluta þess kostnaðar og hvetja útgerðamenn til frekari þróunarvinnu við nýtingu á grjótkrabba sem í framtíðinni yrði sjálbærar og umhverfisvænar veiðar.

IMG_6677.jpgSjá nánar ályktanir aðalfundar Sæljóns:  

2017 Sæljón tillögur.pdf


Stjórn Sæljóns:  

Jóhannes Simonsen formaður  tv á mynd

Böðvar Ingvason                meðstjórnandi

Guðmundur Elíasson         meðstjórnandi

Guðmundur Páll Jónsson  ritari  th. á mynd  

Rögnvaldur Einarsson       gjaldkeri

 

efnisyfirlit síðunnar

...