Veiðigjald - tekjusamdráttur mestur hjá botnfiskútgerðum - Landssamband smábátaeigenda

Veiðigjald - tekjusamdráttur mestur hjá botnfiskútgerðum
Komin er út áfangaskýrsla „Samantekt á rekstri sjávarútvegsfélaga“.  Í henni er fjallað um rekstrarafkomu 2016 og áætluð þróun 2017.  

Endanleg skýrsla er boðuð í nóvember.


Skýrslan er unnin af Deloitte að beiðni Avinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.    

Í frétt á heimasíðu LS 1. júní sl. er greint frá tilurð þess að ráðist var í þessa vinnu. 


Í skýrslunni kemur m.a. fram:


    • Afkoma botnfiskútgerða og vinnslu versnaði mest milli ára en félög í botnfiskútgerð urðu af mestu tekjunum. Afkoma og tekjur lækkuðu í öllum flokkum milli ára. Aðeins lítill hluti heildarfjölda fyrirtækja með aflaheimildir undir 1.000 þíg.tonn eru hins vegar í úrtakinu. 


    • Aðeins lítill hluti heildarfjölda fyrirtækja með aflaheimildir undir 1.000 þíg.tonn er í úrtakinu eða einungis 27 félög, niðurstaða þarf því ekki að vera lýsandi fyrir þann hóp í heild sinni. Í því sambandi er rétt að benda á tekju og EBITDA samdrátt í flokknum Botnfiskútgerð (sjá bls. 12), sem flest þessara félaga falla, sem sýnir mun lakari niðurstöðu en flokkurinn undir 1.000 þíg.tonn. sýnir hér. Þegar frekari upplýsingar hafa borist verður þessi glæra uppfærð. 

Breyting milli ára 2015 og 2016

Screen Shot 2017-10-13 at 16.21.55.png

Áfangaskýrsla í heild:  Samantekt á rekstri sjávarútvegsfélaga

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...