Month: November 2017
-
Kristján Þór tekur við embætti
Landssamband smábátaeigenda óskar Kristjáni Þór Júlíussyni til hamingju með embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og velfarnaðar í starfi. Kristján Þór er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi. Samtímis og nýr ráðherra er boðinn velkominn þakkar Landssamband smábátaeigenda fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir fyrir samstarfið.
-
Sjávarútvegsmál í stjórnarsáttmála
Birtur hefur verið útdráttur úr stjórnarsáttmálanum. Kaflinn um sjávarútveg er eftirfarandi: „Tryggja þarf samkeppnishæfni sjávarútvegs, leggja þarf áfram áherslu á sjálfbæra auðlindanýtingu og efla hafrannsóknir. Veiðigjald á að tryggja þjóðinni réttlátan hlut í arðinum af auðlindinni ásamt því að endurspegla afkomu greinarinnar. Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein sem felur í sér tækifæri til atvinnuuppbyggingar en þarf…
-
Minna um undirmál í þorski
Við skoðun LS á undirmálsafla fimm fisktegunda sker síðasta fiskveiðiár sig úr hvað magn snertir. Tegundirnar sem hér um ræðir eru þorskur, ýsa, ufsi, gullkarfi og humar. Alls nam undirmálsafli þessara tegunda 1.073 tonn á fiskveiðiárinu sem lauk 31. ágúst s.l. Fiskveiðiárið 2012/2013 skilaði hins vegar mestu magni á þessu 5 ára tímabili 1.678 tonnum.…
-
Meðafli við strandveiðar fækki ekki dögum
Hrollaugur – félag smábátaeigenda á Hornafirði – skorar á stjórnvöld að breyta reglum um strandveiðar þannig að meðafli telji ekki til aflaviðmiðunar. Á strandveiðum á sl. sumri var þorskur 95% heildarafla kvótabundinna tegunda, alls 9.315 tonn. Alls veiddu strandveiðibátar 9.796 tonna af kvótabundnum tegundum. Meðafli með þorski var því alls 451 tonn. Mestur…
-
Viðbrögð LS – vigtun og brottkast
„LS brýnir fyrir sjómönnum, fiskvinnsluaðilum og öllum þeim sem starfa við sjávarútveg að vanda sig í allri umgengni um sameiginlega auðlind þjóðarinnar, er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu LS Yfirlýsing frá Landssambandi smábátaeigenda Landssamband smábátaeigenda fordæmir þá dæmalausu umgengni um sjávarauðlindina sem fram kom í fréttaþættinum Kveik sem sýndur var í RÚV á…
-
LS og SFÚ hyggja á nánara samstarf
Landssamband smábátaeigenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda áttu með sér formlegan fund á Alþjóðadegi fiskveiða þann 21. nóvember. Á undanförnu misseri hafa félögin átt í óformlegum viðræðum um að sameina krafta sína í málefnum þar sem hagsmunir fara saman. Á fundinum í gær var farið yfir fjölda þátta sem snerta sjávarútveginn, samskipti við stjórnvöld…
-
20 ára afmæli Alþjóðasamtaka strandveiðimanna og fiskverkafólks
Hinn 21 nóvember 1997 voru Alþjóðasamtök strandveiðimanna og fiskverkafólks (WFF) stofnuð í Nýju-Dehlí á Indlandi. Nokkrum árum síðar fékk þessi dagsetning viðurkenningu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem Alþjóðadagur fiskveiða (World Fisheries Day). Dagurinn er helgaður baráttu smábátaveiðimanna, frumbyggjaveiða og fiskverkafólks fyrir grundvallar réttindum sínum, bæði hvað varðar aðgengi að miðum og viðurkenningu á rétti þeirra…
-
Smábátar greiða lægri veiðigjöld
Grænlenska þingið samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta nýtt veiðigjaldakerfi sem tekur gildi 1. janúar 2018. Við strandveiðar smábáta greiðist aðeins gjald fyrir grálúðu og rækju. Í meðförum þingsins var ákveðið að fella niður fyrirhugaða gjaldtöku af öðrum tegundum og munar þar mestu um þorsk og grásleppu. Skip sem stunda veiðar utan strandveiðisvæðisins þurfa…
-
Engin rækjuveiði og lítið um þorsk
Nýlokið er stofnmælingum Hafrannsóknastofnunar á rækju í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Á báðum stöðum mældist stofninn undir skilgreindum varúðarmörkum. Af þeim sökum leggur stofnunin til að engar rækjuveiðar verði heimilaðar á yfirstandandi fiskveiðiári. Samhliða rækjumælingum var litið eftir þorski og ýsu. Slæmar fréttir af þorskinum nánast ekkert varð vart við hann, en ýsan virðist vera á…
-
Sjávarútvegsráðstefnan 2017
Sjávarútvegsráðstefnan 2017 verður haldin í Hörpu fimmtu- og föstudag 16. og 17. nóvember. Ráðstefnan var fyrst haldin 2010 og hefur verið árlegur viðburður síðan. Dagskrá ráðstefnunnar er mikil að vöxtum og verður auðvelt fyrir þátttakendur að finna eitthvað við sitt hæfi þá tvo daga sem ráðstefnan stendur yfir. Fjölbreytt efni í 14 málstofum þar sem…
