Dragnótaveiðum í Skagafirði mótmælt - Landssamband smábátaeigenda

Dragnótaveiðum í Skagafirði mótmælt

Drangey - smábátafélag Skagafjarðar mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila dragnótaveiðar í innanverðum Skagafirði.   


Í bréfi sem Drangey hefur sent ráðherra kemur m.a. fram að félagið telji ákvörðunina neikvæða fyrir orðspor Íslands til umhverfismála og ábyrgra fiskveiða;

„mælingar Hafrannsóknastofnunar sýna að brottkast við dragnótaveiðar getur orðið verulegt eða allt að 19% í fjölda fiska og 9% í þyngd sem er margfalt á við veiðar með línu“.
Myndin er skjáskot af ferli þeirra tveggja dragnótabáta sem nú eru á veiðum á svæði sem friðað hefur verið sl. 7 ár.   
 
Dragnót í Skagaf. 2.1.15.26.png
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...