Óánægja með afstöðu SSÍ til krókaaflamarks - Landssamband smábátaeigenda

Óánægja með afstöðu SSÍ til krókaaflamarks

Segja má að Sjómannasambandið hafi vaknað upp með andfælum þegar LS gagnrýndi afstöðu þeirra til krókaaflamarkskerfisins, þ.e.a. breyta ætti krókaaflamarkinu í almennt aflamark.  SSÍ sá sig knúið til að bregðast við með færslu á heimasíðu.


Í umsögn SSÍ um stærðarmörk báta til veiða á einstökum veiðisvæðum (sem starfshópur kallaði eftir) segir m.a. „Þar sem lítill munur er á krókaaflamarki annars vegar og almennu aflamarki hins vegar auk þess sem krókaaflamarkið er ekki lengur bundið við smábáta telur Sjómannasamband Íslands að breyta ætti krókaaflamarkinu í almennt aflamark.“  

Við lestur álitsins var LS ekki í neinum vandræðum að staða kjaraviðræðna hefði haft áhrif á afstöðu sambandsins.  Það var þó ekki það eina sem blasti við þó ekki hafi verið vakin athygli á öðrum þáttum.  Veiðiheimildir færu til stærstu skipa

Það sem rís hæst eru afleiðingar sem tillagan getur haft.  Reynslan sýnir að smábátar í aflamarkskerfi eiga mjög erfitt uppdráttar.  Þar er þeim nánast vonlaust að auka sitt punt til veiða.  Í aflamarkskerfinu ríkir umhverfi sem smábátaútgerðin ræður illa við.  Við umbreytingu veiðiheimilda mundi því fljótt fjara undan og sömu örlög bíða og varð hjá útgerð smábáta sem þangað fóru árið 1991.  Fækkun smábáta og veiðiheimildir færu til stærstu skipa.  Nýlegt dæmi þegar mismunur á stærð báta verður of mikill er þróunin í krókaaflamarkinu frá 2013 þegar stærðarmörk þar voru færð úr 15 brt. að 30 brt.  Kjarasamningur fyrir alla smábátaeigendur

Í Morgunblaðinu er haft eftir forystu SSÍ um kjaraviðræður við LS: 

„Ekki hafa náðst samningar við LS um lagfæringu á þeim samningi, m.a. vegna þess að LS gerir kröfu um að samningurinn nái ekki eingöngu til smábáta heldur einnig til stærri báta.  Á það hefur SSÍ ekki getað fallist enda þegar í gildi samningur fyrir stærri báta.“ 
 
Þarna tekur SSÍ sér það vald að skilgreina að stærð smábáta sé að hámarki 12 metrar eða 15 brúttótonn.  Með öðrum orðum að kjarasamningar við smábátaeigendur eigi að gilda fyrir þá stærð.  Skildi það vera tilviljun.  Nei.  Þar sem viðræður LS og sjómannasambandsins stranda á því máli.

LS gerir þá sjálfsögðu kröfu að gildissvið samningsins rúmi alla félagsmenn sína þ.e. báta minni en 30 brt, en samtök sjómanna vilja binda samninginn við báta sem eru minni en 15 brúttótonn.


LS ++- bátamerki.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...