„Ekki flókið að þrepaskipta“ - Landssamband smábátaeigenda

„Ekki flókið að þrepaskipta“

Í Fiskifréttum 25. janúar 2018 er viðtal við Axel Helgason formann LS.  Yfirskrift viðtalsins er skírskotun til baráttu LS fyrir lækkun veiðigjalda hjá smábátaútgerðinni:  

„Ekki flókið að þrepaskipta“

DSCF2311 copy.jpg

Í viðtalinu kemur Axel víða við.  Hann ræðir hina ýmsu fleti á álagningu veiðigjalds, útfrá;  byggðasjónarmiði, forskoti stórútgerðarinnar, launakostnaði og kostnaði við lántöku.


Þá kemur hann inn á fækkun smábáta, umræðu um netaveiðar krókaaflamarksbáta, grásleppuveiðar og afturköllun MSC vottunar þar sem hann gagnrýnir vinnubrögð Hafrannsóknastofnunar.


„Ég vil að Hafró biðji alla hlutaðeigandi afsökunar á að hafa eytt tíma þeirra í að
 
vinna út frá handónýtum gögnum. Útselurinn er reiknaður út frá fjórum veiðiferðum
 
sem skiluðu 43 útselum fyrir Vesturlandi og uppreikningur Hafró skilar 2.870 selum. 

Það voru 16 teistur í sex veiðiferðum fyrir Vesturlandi sem reiknast upp í 998 

teistur.“


 

 

efnisyfirlit síðunnar

...