Ráðlegging um aflamark í klóþangi - Landssamband smábátaeigenda

Ráðlegging um aflamark í klóþangi

Hafrannsóknastofnun hefur metið stofnstærð klóþangs í Breiðafirði.  Til grundvallar eru mælingar sem framkvæmdar voru árin 2016 og 2017.  Stærð stofnsins er 1.370 þúsund tonn og á grundvelli varúðarnálgunar er ráðlagt aflamark 3%. Ráðgjöf stofnunarinnar nær til tímabilsins 2018 - 2022 að heildartekja klóþangs verði ekki meiri en 40 þús. tonn á ári eða langtum meira en það sem tekið hefur verið úr Breiðafirði á undanförnum árum.

Screen Shot 2018-01-31 at 09.58.32.png

Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam útflutningsverðmæti þangs og þaramjöls á síðasta ári um 16 milljónum sem var verulegur samdráttur frá 2016 þegar verðmætið nam 43,7 milljónum.  Viðskiptaþjóðir okkar þessi árin voru Nígería, Spánn og Suður-Afríka.

 

efnisyfirlit síðunnar

...