Rúm fyrir alla um borð - Landssamband smábátaeigenda

Rúm fyrir alla um borð 

Fiskistofa hefur óskað eftir að LS veki athygli á breytingu sem gerð hefur verið á reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa.  


„Fiskiskip sem er styttra en 12 m að lengd skal búið 
gúmmíbjörgunarbáti sem rúmar alla um borð“.


Eftirlitsmenn Fiskistofu þurfa því ekki lengur að hafa áhyggjur af að öryggi þeirra sé ekki tryggt þegar þeir róa með viðkomandi þar sem skipstjóra er nú skylt að vera með björgunarbát er rúmar alla sem um borð eru.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...