Furðu lostnir yfir forsendum afturköllunar - Landssamband smábátaeigenda

Furðu lostnir yfir forsendum afturköllunar


„Grásleppan angi af stærra máli“

er yfirskrift frásagnar Fiskifrétta af alþjóðlega grásleppufundinum LUROMA, sem haldinn var í Reykjavík 2. febrúar sl. Í greininni er sagt frá viðbrögðum fundarins við afturköllun MSC vottunar á grásleppuveiðum og rætt við Axel Helgason formann LS og Brynhildi Benediktsdóttur sérfræðing í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um það málefni. Einnig er í greininni vitnað í skrif Guðmundar Þórðarsonar og Guðjóns Sigurðssonar sérfræðinga á Hafrannsóknastofnun.

„Menn eru bara í áfalli út af því á hverju þetta byggir. Þessi erlendu aðilar líta á MSC-ferlið sem heilagan hlut, ganga út frá því að þar sé vönduð vinna að baki, en raunin er alls ekki svo í þessu tilviki.“, segir Axel í viðtali við Fiskifréttir þann 8. febrúar sl.
 

efnisyfirlit síðunnar

...