Fontur - áhyggjur af fækkun báta - Landssamband smábátaeigenda

Fontur - áhyggjur af fækkun bátaFontur, félag smábátaeigenda á N-Austurlandi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir andstöðu með strandveiðifrumvarpið.  „Hins vegar ef tryggðir eru 12 dagar í mánuði, 4 mánuði ársins, samtals 48 dagar, munum við styðja frumvarpið.“„YFIRLÝSING

Fontur, félag smábátaeigenda á Norðausturlandi, lýsir yfir andstöðu við frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis sem lítur að strandveiðum.  Teljum við það skerða hlut C svæðis, sem mun fækka bátum á svæðinu.  Innan svæðisins eru brothættar byggðir sem mega ekki við því.  

Lítil veiði er á svæði C í maí og júní þannig að júlí og ágúst eru bestu mánuðirnir á svæðinu.  Teljum við að lítið verði eftir af heildarkvótanum í þeim mánuðum, jafnvel að ágúst detti út.  

Þetta frumvarp mun hvetja menn til þess að færa sig frá svæði C yfir á svæði A.  
Hins vegar ef tryggðir eru 12 dagar í mánuði, 4 mánuði ársins, samtals 48 dagar, munum við styðja frumvarpið.“


Vopnafirði, 27. mars 2018

F.h. Fonts,
Oddur Jóhannsson formaður


DSCN1218.jpg

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...