Hrollaugur andvígur frumvarpinu - Landssamband smábátaeigenda

Hrollaugur andvígur frumvarpinu


Félagsmenn í Smábátafélaginu Hrollaugi á Hornafirði hafa ályktað um frumvarp atvinnuveganefndar um breytingu á strandveiðikerfinu.  Afstaða félagsins er skýr, það mótmælir með öllu frumvarpinu.


Bent er á að frumvarpið verði  að tryggja öllum strandveiðibátum 48 daga á sumri og ekki degi minna, sem þeir geta nýtt þegar aðstæður eru bestar til veiða yfir 4 mánaða tímabil.

Í ályktun Hrollaugsmanna er einnig lögð áhersla að ufsi ætti að vera með öllu frjáls við strandveiðar.


Formaður Hrollaugs er Vigfús Ásbjörnsson
fr_20160710_043038 copy.jpg

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...