Jón Valgeir hættur - Landssamband smábátaeigenda

Jón Valgeir hættur
Í gær var síðasti vinnudagur Jóns Valgeirs Guðmundssonar á Fiskistofu.  Jón Valgeir hefur þjónað smábátaeigendum í fjölmörg ár þar sem hann hefur leyst úr spurningum þeirra og ráðið þeim heilt.  Þjónustulund hans var einstök þar sem aðalsmerkið var hlýlegt viðmót við úrlausnir hinna ýmsu málefna.  Vangaveltum sjómanna um strandveiðar, grásleppuveiðar, veiðiskyldu og annað sem til féll.  


Landssamband smábátaeigenda þakkar Jóni Valgeiri fyrir samstarfið og þjónustu við félagsmenn og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...