Smábátaeigendur fjölmenna á sjó - Landssamband smábátaeigenda

Smábátaeigendur fjölmenna á sjó
Smábátaeigendur hafa tekið veðurblíðunni fagnandi.  Fjöldi báta er nú á sjó í Faxaflóa og við Reykjanes eins og sjá má á skjáskoti af vef Marine Traffic.  

Screen Shot 2018-03-19 at 13.46.33.png

Veiðar á handfæri eru nú annað árið í röð með miklum ágætum.  Í fyrra komust menn á bragðið og fór aflinn á fyrstu 16 dögunum í mars 2016 úr 174 tonnum í 437 tonn sem er nánast upp á tonn það sama og veiðst hefur í ár.


Mikill hluti þessa afla hefur verið seldur á fiskmörkuðunum og er meðalverðið nú 227 kr/kg en var í fyrra 215, 5% hækkun milli ára. 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...