Andlát: Jakob Ingvar Magnússon - Landssamband smábátaeigenda

Andlát: Jakob Ingvar Magnússon
Kær félagi fjölmargra smábátaeigenda, Jakob Ingvar Magnússon, lést af slysförum á sjó 20. apríl síðastliðinn.  Jakob var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í dag.


20170814_104152-2 (6).jpg
Jakob var smábátaeigendum af góðu kunnur og þeim innan handar með viðhald á vélum og bátum.  

Það sem einkenndi hann var greiðvirkni og jákvæðni.  Hann var ætíð tilbúinn til að aðstoða menn, alltaf sagði hann já við þeim verkum sem hann var beðinn um að taka að sér.

Landssamband smábátaeigenda sendir fjölskyldu og aðstandendum Jakobs innilegar samúðarkveðjur. Snarfari - félag sportbátaeigenda þar sem Kobbi okkar, eins og hann var kallaður, var með aðstöðu hefur opnað styrktarreikning til stuðnings við fjölskyldu hans. Þeir sem áttu óuppgert við hann vegna vinnu og vilja láta gott af sér leiða eru hvattir til að leggja inn á eftirfarandi reikning: 0537-14-402270 kt. 630975-0189 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...