Atvinnuveganefnd fjallar um strandveiðifrumvarpið - Landssamband smábátaeigenda

Atvinnuveganefnd fjallar um strandveiðifrumvarpið
Fyrsta umræða um frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða - strandveiðar - fór fram í gær.  Að lokinni umræðu gekk málið til atvinnuveganefndar


Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar er framsögumaður frumvarpsins. 

Umræður um frumvarpið voru nokkrar og góður samhljómur í þeim.  Allir sem tóku til máls tóku undir sjónarmið LS að við fyrirhugaðar breytingar verði að tryggja að ekki komi til stöðvunar veiðanna.  48 veiðidagar sem skipt yrði í 12 daga á hvern strandveiðimánuð.


Forsvarsmenn LS hafa verið boðaðir til fundar með nefndinni á morgun þann 12. apríl. 

Screen Shot 2018-04-11 at 17.17.38.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

...