Strandveiðar verði samfelldar - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar verði samfelldar

Fyrr í dag sátu forsvarsmenn LS fyrir svörum hjá atvinnuveganefnd Alþingis.  Á fundinum var farið yfir frumvarp nefndarinnar um strandveiðar.  

Góður hljómur var á fundinum þar sem LS lagði m.a. áherslu á að í fyrirhugaðri tilraun með nýtt veiðikerfi í sumar yrðu veiðarnar að vera samfelldar.  12 dagar í hverjum mánuði frá 2. maí til og með 30. ágúst.  Það að hafa hugsanlega ólympískar veiðar í ágúst yrði gegn megin markmiðum frumvarpsins, að gera veiðarnar öruggari.   Auk þess lagði LS áherslu á að afli í öðrum tegundum en þorski teldist ekki inn í hámarksafla hvers báts, þ.e. kæmi til viðbótar skammtinum. 


Nefndin hefur nú málið til umfjöllunar, m.a. að fara yfir fjölmargar umsagnir sem borist hafa.

Strandveiða gert að.jpg
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...