Strandveiðifrumvarpið til 3. umræðu - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðifrumvarpið til 3. umræðu
Nú fer fram á Alþingi 3. umræða um strandveiðifrumvarpið.  Formaður atvinnuveganefndar Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur mælt fyrir áliti nefndarinnar.  Þar eru lagðar til nokkrar breytingar.


  • Hámarksafli á ufsa verður 700 tonn

  • Í stað þess að 50% af aflaverðmæti ufsa gangi til útgerðar verður prósentan 80%

  • Veiðisvæði útgerðar viðkomandi fiskiskips verður þar sem heimilisfesti hennar var skráð 23. apríl 2018.  Undantekning á þessu er að útgerð getur valið sér það svæði sem hún hefur stundað veiðar frá í tvö af sl. þremur árum óháð heimilisfesti í dag.
Hægt er að hlusta á umræðuna með því að blikka hér 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...