Frumvarp um lækkun veiðigjalda - Landssamband smábátaeigenda

Frumvarp um lækkun veiðigjalda
Loksins, loksins sagði viðmælandi LS þegar honum var tilkynnt að atvinnuveganefnd Alþingis hefði lagt fram frumvarp sem boðar lækkun veiðigjalda.  Lækkuninni má skipta í tvennt:


A  - breyting á afsláttarprósentu hjá útgerðum sem greiddu lægra veiðigjald en 30 milljónir á 
      síðasta ári.  Gildir afturvirkt frá 1. september 2017.

B  - breyting á gjaldi fyrir hverja fisktegund.  Gildir frá og með 1. janúar 2018 og nær til allra 
       útgerða.


Nánar um A.
Hækkun afsláttar.  Fyrra þrepið sem veitir 20% afslátt á fyrstu 4,5 milljónum upphæðar veiðigjalds fer í 30% og nær upp að 5,5 milljónum.  Síðara þrepið 15% afsláttur fyrir næstu 4,5 milljónir af greiddu gjaldi hækkar í 5,5 milljónir og afsláttur í 20%.

Breytingin nær til þeirra sem greiddu veiðigjald lægra en 30 milljónir á síðasta ári og gildir um gjaldið á yfirstandandi fiskveiðiári.  Uppsafnaður mismunur, 12,5% kemur til frádráttar við næstu greiðslur.  


Nánar um B.
Ný gjaldskrá fyrir veiðigjöld á landaðan afla.  Gildir afturvirkt frá 1. janúar 2018 og gildir til 31. desember 2018.  Taflan hér að neðan sýnir nýtt gjald nokkurra tegunda og það borið saman við innheimt gjald í dag og það sem í gildi var frá 1. janúar - 31. mars. 

Screen Shot 2018-05-31 at 20.13.39.jpg

Til frekari glöggvunar fylgja hér útreikningar um veiðigjald fyrir þorsk þegar afsláttur er 30%.  Annars vegar það sem frumvarpið boðar og hins vegar eins og lögin eru í dag.
 

Þorskur

2017

2018

Veiðigjald

1.9. - 31.12

1.1. - 31.3.

1.4. - 30.6.

1.7. - 31.12.

Frumvarp

16,09 kr/kg

11,52 kr/kg

Gildandi lög

18,38 kr/kg

18,38 kr/kg

17,35 kr/kg*LS lýsir ánægju sinni að loksins skuli vera komið fram frumvarp sem kemur til móts við gríðarlegan rekstrarvanda smábátaútgerðarinnar.  Það verður þó ekki hjá því komist að gagnrýna harðlega að frumvarp í þessa veru hafi ekki fyrir löngu komið til kasta Alþingis.  Ekki síst þar sem LS hóf að vekja athygli á aðsteðjandi vanda í mars 2017 þegar sýnt var að veiðigjöld í þorski og ýsu svo dæmi sé tekið mundu hækka yfir 100% og það ofan í fiskverð sem átti engan möguleika á að skila viðunandi afkomu.
   

Útgerð smábáta hefur sjaldan átt jafn erfitt uppdráttar og á yfirstandandi fiskveiðiári.  Veiðigjald í þorski og ýsu hækkaði yfir 100% eins og áður er nefnt og útgerðir sem tóku lán til kaupa á aflaheimildum misstu afslátt sem veittur hafði verið vegna himinhárra vaxtagreiðslna.  Vegna þessa margfaldaðist veiðigjaldið og hafði í för með sér gríðarlega erfiðleika.


Nú fer frumvarpið til umræðu í þinginu og mun LS gera kröfu um sérstakan viðbótarafslátt til útgerða smábáta.   

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...