Ráðherra svarar fyrirspurn um umhverfisvænar veiðar - Landssamband smábátaeigenda

Ráðherra svarar fyrirspurn um umhverfisvænar veiðar
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur svarað fyrirspurn frá Álfheiði Eymarsdóttur (P) um umhverfisvænar veiðar.

Spurningar Álfheiðar voru eftirtaldar:
mynd.jpg

1.  Hefur ráðuneytið gert úttekt á hagkvæmni þess að auka hlut umhverfisvænni veiða en togveiða, svo sem strandveiða, krókaveiða og línuveiða, í ljósi þess að íbúar vestrænna þjóða kjósa af umhverfisverndarástæðum að kaupa annan fisk en togarafisk? Ef svo er, hverjar voru niðurstöður úttektarinnar? 


2.  Hefur ráðuneytið gert úttekt á verðmun á fiski á mörkuðum erlendis eftir veiðarfærum og ef svo er, hverjar voru niðurstöðurnar? 


3.  Hefur ráðuneytið gert úttekt á efnahagslegum áhrifum strandveiða, krókaveiða og línuveiða á byggðir landsins og ef svo er, hverjar voru niðurstöðurnar? 


4.  Hefur farið fram faglegt mat á áhrifum frjálsra handfæraveiða á efnahag, byggðaþróun og vernd fiskstofna og ef svo er, hverjar voru niðurstöður matsins? Úr svari ráðherra við spurningu nr. 1
mynd-1.jpg
„Þegar rætt er um umhverfisvænar veiðar þarf að hafa marga þætti í huga, svo sem kolefnisspor, áhrif á botndýraríki, sem er mismunandi eftir botngerð, áhrif kjörhæfni (stærðarvals) veiðarfæra á viðgang fiskstofna, meðafla sjávarspendýra og sjófugla svo eitthvað sé nefnt. Togveiðar sem geta haft neikvæð áhrif á botndýr eru taldar vistvænni hvað varðar meðafla sjávarspendýra og fugla en t.d. línuveiðar og netaveiðar. Mismunandi veiðarfæri hafa síðan ólík áhrif á stærðardreifingu fiskstofna, þ.e. hvaða stærð fiska hvert þeirra veiðir helst og síðan hafa sum náttúruverndarsamtök beitt sér gegn fiskveiðum á króka út frá dýraverndarsjónarmiðum. Allir þessir þættir ásamt fleiri koma til tals á alþjóðamörkuðum þegar rætt er um hversu vistvænar sjávarafurðir eru.“


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...