Hafró boðberi góðra tíðinda - Landssamband smábátaeigenda

Hafró boðberi góðra tíðinda
Hafrannsóknastofnun hefur kynnt ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár fyrir á þriðja tug stofna.  Ráðlögð er aukin veiði í helstu tegundum sem smábátar nýta.  

  • Þorskur          3%
  • Ýsa              40%
  • Ufsi              30%
  • Steinbítur       6%


Miðað við lækkun á stofnvísitölu þorsks í togararallinu kemur aukning þægilega á óvart.  


Þrír þættir ráða mestu í ráðgjöfinni:  Gögn úr aldursgreindum afla og gögn úr haust- og vorralli. Við mat á þessum þáttum varð niðurstaðan sú að stofnstærð þorsks er nú metin á 1.356.509 tonn sem er nánast óbreytt frá árinu 2017.  


Spár stofnunarinnar 2017 gerðu ráð fyrir að viðmiðunarstofninn yrði 1.444 þús. tonn.  Aðspurðir sögðu sérfræðingar stofnunarinnar að meðalþyngdir hefðu verið áætlaðar nokkuð háar í fyrra og því hefði spáin ekki gengið eftir.

Spá Hafrannsóknastofnunar fyrir þorsk gera ráð fyrir að hann stækki um 5% milli 2018 og 2019.


Screen Shot 2018-06-13 at 13.21.33.png

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...