Lilja Rafney - „litlu fyrirtækin þurfa að eiga sér von“ - Landssamband smábátaeigenda

Lilja Rafney - „litlu fyrirtækin þurfa að eiga sér von“
Í Morgunblaðinu (200 mílur) þann 1. september birtist viðtal við Lilju Rafneyju Magnúsdóttur formann atvinnuveganefndar Alþingis.  Lilja kemur víða við og leggur sérstaka áherslu á mikilvægi smábátaútgerðarinnar.

Fyrirsögn viðtalsins er:

Screen Shot 2018-09-05 at 15.02.55.png

 „Ég vil nálg­ast þetta mál þannig að hag­ur og staða minni út­gerðarfyr­ir­tækja sé tryggð sem best og þar með nauðsyn­leg fjöl­breytni út­gerðarflokka í grein­inni. Slíkt er hægt að gera með því að efla sér­staka af­slætti til þeirra. Við þurf­um að standa með litlu út­gerðunum sem eru hryggj­ar­stykkið í mörg­um byggðarlög­um og skapa byggðafestu og at­vinnu­ör­yggi . Fyr­ir­tæk­in þurfa að hafa tæki­færi til að vaxa og dafna,“ 

714-220.jpg


„Veiðigjöld­in þarf að end­ur­skoða með til­liti til þess að litlu og meðal­stóru fyr­ir­tæk­in geti lifað af. Við sem sitj­um á Alþingi meg­um ekki drukkna í út­ópíu eða hug­mynda­fræði um hvað sé hægt að leggja á há veiðigjöld án til­lits til ólíkr­ar af­komu, sam­fé­lags og byggðarsjón­ar­miða. Það má ekki gleym­ast í þess­ari umræðu að það er nauðsyn­legt að gera fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið sjálft rétt­lát­ara og efla nýliðun og sporna við áfram­hald­andi samþjöpp­un í grein­inni. All­ar stjórn­valdsaðgerðir þurfa að taka mið af veru­leik­an­um hverju sinni og litlu fyr­ir­tæk­in þurfa að eiga sér von. At­vinnu­lífið þarf að vera fjöl­breytt og byggð öfl­ug um allt land og í því efni er sjáv­ar­út­veg­ur­inn mik­il­væg und­ir­staða.“


 

efnisyfirlit síðunnar

...