Fjölmenni á 34. aðalfundi LS - Landssamband smábátaeigenda

Fjölmenni á 34. aðalfundi LS
34. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda hófst í dag með setningarræðu Axels Helgasonar formanns.  Að henni lokinni flutti Örn Pálsson framkvæmdastjóri skýrslu til fundarins.  Því næst ávarpaði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fundinn og svaraði fjölmörgum fyrirspurnum frá smábátaeigendum.   


Nýlokið er nefndastörfum þar sem farið var yfir allar tillögur sem bárust frá svæðisfélögum LS alls 127 talsins.   Tillögurnar verða teknar til afgreiðslu á morgun og hefst fundur þá kl 09.

44246250_266229730695741_2107330612930019328_n.png


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...