Loftslagsmál rædd á aðalfundinum - Landssamband smábátaeigenda

Loftslagsmál rædd á aðalfundinum
Loftslagsmál voru eitt þeirra fjölmörgu málefna sem aðalfundur LS tók til umræðu.  Fulltrúum á fundinum þótti það jákvætt að stjórnvöld væru nú í æ ríkara mæli að koma að þessum málaflokki.

Smábátaeigendur eru sannfærðir um að eitt af tækifærum stjórnvalda í að draga úr mengun við fiskveiðar liggi í að auka hlut smábáta við nýtingu auðlindarinnar.


Eftirfarandi tillaga var samþykkt:

  • Aðalfundur LS telur að í ljósi þeirrar gríðarlegu áherslu sem 
  • stjórnvöld leggja á að vera fremst allra þjóða í loftslagsmálum
  • skorar hann á þau að sýna þann vilja í verki með því að efla til
  • muna smábátaútgerðina, þann hluta flotans sem skilur ekki 
  • aðeins eftir sig minnsta sótsporið við fiskveiðar, heldur og
  • minnstu raskinu í umhverfi hafsins.Sjá samþykktir aðalfundar


logo_LSy.jpg


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...