Veiðigjald verði prósenta af aflaverðmæti - Landssamband smábátaeigenda

Veiðigjald verði prósenta af aflaverðmæti
Aðalfundur Stranda var haldinn á Hólmavík 23. september sl.  Í upphafi fundarins greindi Haraldur Ingólfsson formaður frá því helsta sem borið hafði til tíðinda hjá smábátaeigendum á Ströndum.  

Veiðigjöld
Mikil vonbrigði að enn væri ekki búið að leiðrétta veiðigjöld hjá litlum og meðalstórum útgerðum.  Framtíðarfyrirkomulag veiðigjalda ætti að vera prósenta af aflaverðmæti, en ekki föst krónutala.

Strandveiðar
Í vor voru menn tvístígandi varðandi breytt fyrirkomulag strandveiða.  Að loknum veiðum í nýju kerfi væri þó almenn ánægja með hvernig til tókst.  Mikilvægt er að þróa kerfið áfram til að bæta afkomu strandveiðibáta.

Grásleppan
Þó grásleppuvertíðinni væri löngu lokið væri sú gráa stöðugt í umræðunni, enda uppi hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi.  Einhugur var á fundinum að leggja til að fyrirkomulag veiðanna verði óbreytt og mótmæla harðlega hugmyndum um kvótasetningu á grásleppu.


Stjórn Smábátafélagsins Stranda   

Haraldur Ingólfsson formaður
Kristmundur Kristmundsson ritari
Már Ólafsson gjaldkeri

Stórglæsileg beitningaaðstaða hjá Útgerðarfélaginu Skúla ehf á Drangsnesi sem tekin var í notkun í lok september.  Haraldur formaður fyrir miðri mynd.

42771930_347071186057918_4796081943835836416_n.png
Ljósmynd:  Már Ólafsson
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...