Aflaaukning hjá krókaaflamarksbátum - Landssamband smábátaeigenda

Aflaaukning hjá krókaaflamarksbátum
Afli krókaaflamarksbáta jókst á fyrsta ársfjórðungi fiskveiðiársins miðað við sama tíma í fyrra.  Alls veiddu þeir 11.292 tonn af þorski sem er aukning um 6,8% miðað við tímabilið september - nóvember á síðasta fiskveiðiári og af ýsu 3.862 tonn sem 13,3% meira en í fyrra.


Aflinn hjá krókaaflamarksbátum nú svarar til 15,3% heildarafla í þorski og 26,5% af ýsunni.


Heildarbotnfiskafli krókaflamarksbáta var kominn í 16.243 tonn að loknum fyrsta ársfjórðungi þessa fiskveiðiárs sem er um 1.300 tonna aukning frá sama tíma í fyrra.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...