Lög um veiðigjald - Landssamband smábátaeigenda

Lög um veiðigjald
Rétt í þessu voru greitt atkvæði um frumvarp til laga um veiðigjald.  Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 16, 10 greiddu ekki atkvæði og verður nú sent ríkisstjórn til afgreiðslu sem lög frá Alþingi.


Lögin kveða meðal annars á um að breytingar verða á veiðigjaldi um næstu áramót og afsláttur að álögðu gjaldi að 6 milljónum verður 40%.  


Taflan sýnir breytingar á gjaldinu í þorski, ýsu og steinbít.  Afsláttur reiknaður inn í tölurnar, annars vegar 20% að 4,5 milljóna gjaldi á árinu 2018 og hins vegar 40% afsláttur að álagningu að 6 milljónum.


 

2019

2018

Lækkun

Þorskur

8,28 kr/kg

17,35 kr/kg

52%

Ýsa

9,69 kr/kg

20,13 kr/kg

52%

Steinbítur

5,05 kr/kg

10,24 kr/kg

51%
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...