„Nokkrir angar smábátaútgerðarinnar“ - Landssamband smábátaeigenda

„Nokkrir angar smábátaútgerðarinnar“
Í nýjasta riti Sjávarafls sem kom út fyrir jólin var grein eftir Örn Pálsson um smábátaútgerðina

Screenshot 2018-12-28 at 16.48.23.png

„Landssamband smábátaeigenda hefur ekki setið auðum höndum á árinu sem nú er að kveðja fremur en önnur frá stofnun þess 5. desember 1085.  Fyrirferðamest í starfi LS á árinu er tengt baráttu fyrir leiðréttingu veiðigjald, strandveiðum, grásleppuveiðum og línuívilnun.“


Grásleppuvertíðin 2018 og horfur á næsta ári

„Aðstæður á mörkuðum eru því vænlegar fyrir næsta ár, þó alltaf þurfi að hafa varan á hvað framboð snertir.  Grásleppukarlar hafa gegnum tíðina kynnst ótrúlegum verðsveiflum sem einkum hafa ráðist af framboði og eftirspurn.“


Mikilvægt að línuívilnun nái til allra dagróðrabáta

„Landssamband smábátaeigenda hefur á undanförnum árum hvatt stjórnvöld til að auka ívilnun í 30% og að allir dagróðrabátar minni en 30 brúttótonn fái ívilnun.“


Spenna yfir nýju fyrirkomulagi strandveiða 

„Allt ætlaði hins vegar um koll að keyra þegar sjávarútvegsráðherra tilkynnti að breytingarnar væru háðar því skilyrði að heimilt yrði að stöðva veiðar samtímis á öllum svæðum ef heildarafli færi umfram þann viðmiðunarafla sem ætlaður væri til veiðanna.“


Vonbrigði að veiðigjald hafi ekki verið leiðrétt.

„Það voru LS gríðarleg vonbrigði að ofgreiðslur gjaldsins hjá smábátaútgerðinni á síðast fiskveiðiári og því almanaksári sem nú kveður skuli ekki hafa veið leiðréttar.“


Sjá nánar


Sjávarafl
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...